Óbó

Algengast er að nám í óbóleik hefjist þegar nemendur eru 9 til 12 ára, þó dæmi sé um það að nemendur hafi byrjað fyrr. Telji kennari að nemandi hafi ekki næga líkamsburði til að leika á óbó má brúa bilið með öðru hljóðfæri. Óbóblaðið, eða tóngjafinn, má segja að gegni stóru hlutverki í framgangi námsins. Því er mikilvægt að nemandinn njóti góðrar aðstoðar og leiðsagnar í meðferð óbóblaðsins. Á efri stigum námsins er mikilvægt að nemandinn fái þjálfun í blaðasmíði ef þess er nokkur kostur. 
Skólinn býður upp á hljóðfæraleigu fyrstu árin en ef haldið er áfram eftir grunnpróf þá er æskilegt að nemendur fjárfesti í eigin hljóðfæri. 

Allir nemendur sem æfa á óbó spila í lúðrasveit frá fyrsta námsári. 


Kennari er Peter Tompkins