Básúna

Nám á básúnu getur hafist þegar nemendur hafa líkamlega burði til að leika á hljóðfærið. Algengast er að básúnunám hefjist um 8 til 10 ára aldur og mælt er með því að ungir byrjendur hafi létt hljóðfæri til umráða. Munnstykki byrjenda ættu heldur ekki að vera stór. Eðlilegt er að nemendur skipti yfir á stærra hljóðfæri og stærra munnstykki þegar þeir vaxa að burðum og ná betri tökum á básúnuleiknum. 

mynd af Básúnu

Töluvert er til af tónlist fyrir básúnu, bæði einleiks- og samleiksverkum. Mikill meirihluti kennslubóka fyrir básúnu er ætlaður tenórbásúnu en sérstakar kennslubækur eru til fyrir alt- og bassabásúnu. Básúnan er notuð í flestum tegundum tónlistar: sígildri tónlist, ýmiss konar blásaratónlist, djassi, dægurtónlist og samtímatónlist. 

Kennarar eru Eyþór Kolbeins og Þórarna Salóme Brynjólfsdóttir.

Allir nemendur sem æfa á básúnu spila í lúðrasveit skólans frá fyrsta námsári.