Baritónhorn

Barítónhorn eru til í mismunandi stærðum og hafa mismunandi nöfn í ólíkum löndum, s.s. tenórhorn, barítón, fagurhljómi og jafnvel tenórtúba. Í talmáli er heitið þó oftar en ekki stytt í barítón. Hér á landi hefur hljóðfærið verið nefnt barítónhorn eða tenórhorn.

Nám á barítónhorn getur hafist þegar nemendur hafa líkamlega burði til að leika á hljóðfærið. Algengast er að námið hefjist við 8 til 9 ára aldur. Barítónhorn fást ýmist með þremur eða fjórum ventlum. Algengast er að nemendur hefji nám á hljóðfæri með þremur ventlum en skipti síðar yfir í fullkomnara hljóðfæri. Fjórði ventillinn auðveldar leik djúpra tóna og eykur nákvæmni í inntónun. 

Kennarar eru Anna Lilja Karlsdóttir og Þórarna Salóme Brynjólfsdóttir.

Allir nemendur sem æfa á baritónhorn spila í lúðrasveit skólans frá fyrsta námsári.