Fagott
Fagottið er stórt hljóðfæri sem tilheyrir tréblástursfjöskyldunni. Nemendur þurfa að hafa náð vissum líkamlegum þroska til að ráða við það og er yfirleitt miðað við 12-13 ára aldur. Mörg dæmi eru þó um að nemendur byrji eldri en þetta að læra á fagott með góðum árangri. Í þeim tilvikum er mjög æskilegt að nemandinn hafi lært á annað hljóðfæri, þá sérstaklega öðru blásturshljóðfæri, meðal annars til að ná góðum tökum á nótnalestri, öndun og blæstri.

Skólinn býður upp á hljóðfæraleigu þar sem dýrt getur verið að fjárfesta í eigin hljóðfæri.
Allir nemendur sem æfa á fagott spila í lúðrasveit frá fyrsta námsári.
Kennari er Birta Rós Sigurjónsdóttir