Gítar
Klassískur gítar hefur sex strengi, þrír venjulega úr nylon og þrír úr silfri/stál. Hann flokkast undir strengjahljóðfæri en er það eina í deildinni sem ekki er spilað á með boga (strokhljóðfæri). Klassískur gítar er nær eingöngu órafmagnaður en einnig er hægt að læra á rafmagnsgítar við rytmísku deild skólans, sjá nánar hér (linkur).
Allir nemendur sem æfa á klassískan gítar spila í gítarsveit frá fyrsta námsári.

Kennarar eru Aleksandra Pitak, Arnar Freyr Valsson og Þorvaldur Már Guðmundsson.