Horn

Nám á horn getur hafist þegar nemendur hafa náð nægilegum líkamsþroska til að halda á hljóðfærinu. Æskilegt er að hornnemendur hafi beinar framtennur og ekki mjög þykkar varir. Stærð og lögun hornsins gerir það að verkum að börn yngri en 12 ára geta átt í erfiðleikum með að halda á því. Þó eru til hljóðfæri sem eru sérstaklega hönnuð fyrir yngri nemendur. 

Til eru þrenns konar hljóðfæri fyrir byrjendur: einfalt F-horn, einfalt B- horn og tvöfalt horn í F/B. Munnsetning hornleikara er ólík því sem gerist hjá öðrum málmblásurum. Munnstykkið hvílir mun hærra á vörunum, eða um 60–70% á efri vör og 30–40% á neðri vör. Mikilvægt er að hornnemendur tileinki sér rétta munnsetningu frá upphafi námsins. 

Kennari er Þórarna Salóme Brynjólfsdóttir.

Allir nemendur sem æfa á horn spila í lúðrasveit skólans frá fyrsta námsári.