Klarínett

Klarinettan er mjög fjölhæft hljóðfæri og tilheyrir tréblástursfjölskyldunni. Klarinett fjölskyldan er mjög stór en innan hennar eru 12 hljóðfæri, þau algengustu eru B–klarinett (það sem við notum í skólanum), bassaklarinett og es–klarinett. Flest börn geta hafið nám á B-klarinett um 8–9 ára gömul, þó fer það eftir líkamsburðum og fingrastærð hvers og eins, en þegar líður fer á námið er æskilegt að nemendur sérhæfi sig á annað hljóðfæri innan klarinettfjölskyldunnar. Tónsvið klarinettfjölskyldunnar nær yfir um það bil sjö áttundir sem þýðir að það hefur eiginleikann bæði til að spila mjög djúpar nótur en líka mjög háar.

Skólinn býður upp á hljóðfæraleigu fyrstu árin en ef haldið er áfram eftir grunnpróf þá er æskilegt að nemendur fjárfesti í eigin hljóðfæri. 


Allir nemendur sem æfa á klarinett spila í lúðrasveit frá fyrsta námsári. 


Kennarar eru Geirþrúður Fanney Bogadóttir og Kristín Þóra Pétursdóttir.