Lúðrasveitir
Lúðrasveitir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar eru mikilvægur hluti af tónlistarlífi bæjarins. Þar fá nemendur tækifæri til að æfa samspil, efla tónlistarþroska sinn og koma reglulega fram á tónleikum og við ýmsa viðburði. Lúðrasveitirnar stuðla að sterkri liðsheild, gleði og metnaði í tónlistarnámi nemenda.
Lúðrasveit A
Lúðrasveit A er skipuð yngstu nemendum skólans og er oft fyrsta reynsla þeirra af samspili í lúðrasveit. Þar læra nemendur grunnatriði í samvinnu, hlustun og takti í gegnum fjölbreytt og skemmtilegt tónlistarstarf.
Lúðrasveit B
Lúðrasveit B er skipuð nemendum sem hafa náð nokkuð góðum tökum á hljóðfærinu sínu og hafa þegar reynslu af lúðrasveitarstarfi. Þar er lögð áhersla á frekari þróun í samspili, tónlistarfærni og túlkun, ásamt því að takast á við fjölbreyttari og krefjandi verkefni.
Um þessar mundir er því miður engin B-sveit við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Lúðrasveit C
Lúðrasveit C er skipuð lengst komnu nemendum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og sinnir metnaðarfullu og fjölbreyttu tónlistarstarfi. Stundum taka útskrifaðir nemendur einnig þátt í starfinu, sem styrkir sveitina enn frekar og skapar dýrmæta tengingu milli kynslóða.
Finndu okkur á samfélagsmiðlum!
Interested in our services? We’re here to help!
We want to know your needs exactly so that we can provide the perfect solution. Let us know what you want and we’ll do our best to help.

