Saxófónn

Saxófónn er blásturshljóðfæri sem tilheyri tréblástursfjölskyldunni. Algengast er að byrjendur við skólann spili á altsaxófón og geta hafið nám í 3. bekk. Tenór-, barítón- og sópransaxófónn eru einnig hluti af saxófón fjölskyldunni. 

Algengast er þeir nemendur sem huga að klassísku saxófón námi spili á altsaxófón þar sem megnið af klassískum saxófón tónbókmenntum er skrifað fyrir það hljóðfæri. Val á saxófón er ekki í jafn föstum skorðum þegar kemur að djass-, popp- og rokktónlist. Nemendur, sem leggja áherslu á slíka tónlist, geta haft hvaða saxófón sem er sem aðalhljóðfæri en alt- og tenórsaxófónar eru þó algengastir. Öllum saxófónnemendum er hollt að kynnast fleiri en einum af meðlimum saxófónfjölskyldunnar einhvern tíma á námsferlinum. Skólinn býður upp á hljóðfæraleigu fyrstu árin en ef haldið er áfram eftir grunnpróf þá er æskilegt að nemendur fjárfesti í eigin hljóðfæri.

Einnig er hægt að læra rythmiskan saxófónleik, meira um það hér (linkur). 


Allir nemendur sem æfa á saxófón spila í lúðrasveit frá fyrsta námsári. 


Kennari er Albert Sölvi Óskarsson