
Sunnudaginn 9. nóvember kl. 16:00 mun Strengjasveitin Spiccato spila Tchaikovsky Serenöðu fyrir strengi ásamt nokkrum styttri verkum. Með á tónleikunum leikur eldri strengjasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og einnig mun Gisselle Pinto, fiðlunemandi við skólann leika eitt verk við undirleik Spiccato.
Tónleikarnir eru í Bergi, sal Tónlistaskólans og eru tæpur klukkutími að lengd.
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir!

