Trommusett

Trommusettið er ungt hljóðfæri miðað við flest önnur hljóðfæri og kom fyrst fram í byrjun 20.aldar með upphafi djasstónlistar í New Orleans í Bandaríkjunum. Trommusettið er í raun samansafn mismunandi slagverkshljóðfæra og því er það þannig í flestum tilvikum að undanfari sérhæfðs náms á trommusett er blandað slagverksnám. Það fer þó eftir aðstæðum hverju sinni, svo sem aldri og líkamsburði nemendans, þar sem hann þarf að geta náð niður til gólfs með báðum fótum á fótstig trommusettsins þegar setið er á trommustól.


Nám á trommusett leggur áherslu á rokk-, dægurlaga- og djasstónlist, en klassískur sneriltrommuleikur er jafnframt stór þáttur námsins. Einnig kynnast nemendur því að spila á önnur slagverkshljóðfæri svo sem klassísk hljómsveitarhljóðfæri eins og þríhorn, bassatrommu og tambúrínu og ýmsar handtrommur svo sem bongo-, conga- og djembetrommur.


Það er sterklega mælt með því að nemendur á trommusett kynnist því að spila á ásláttarhljómborð (t.d. víbrafón eða marimbu) sem hluta af sínu trommusettsnámi eða stundi aukanám á píanó eða annað hljómahljóðfæri, því það styrkir nemandann í að ná tökum á tónfræðagreinum.



litrík teiknimynd af stelpu að spila á fiðlu

Allir nemendur sem stunda nám á trommusett spila í lúðrasveit frá fyrsta námsári. Einnig þegar viðeigandi hæfni er náð, taka trommusettsnemendur þátt í rokk-, eða djasshljómsveit.


Kennarar eru Þorvaldur Halldórsson og Magnús Már Newman