Trompet
Nám á trompet getur hafist þegar nemendur hafa líkamlega burði til að leika á hljóðfærið og fullorðinsframtennur eru komnar á sinn stað. Algengast er að námið hefjist þegar nemendur eru á aldrinum 8 til 10 ára. Oft þykir heppilegt að nemendur hefji nám á kornett þar sem það er léttara og meðfærilegra en trompet.

Trompetar eru minnstu hljóðfærin í málmblástursfjölskyldunni. Þeir eru til í mörgum stærðum og tóntegundum en algengastur er trompet í B. Hann er grunnhljóðfæri í öllu trompetnámi og nánast einráður í lúðrasveitum og rytmískri tónlist. Minni trompetar, s.s. D- trompet, Es-trompet og piccolotrompet í B eða A, eru einkum notaðir til að leika eldri trompetkonserta og nútímatónlist. Í sinfóníuhljómsveitum er C-trompet algengastur en B-trompet og minni trompetar eru einnig talsvert notaðir. Kornett og flygilhorn hafa verið í notkun síðan snemma á 19. öld.
Kennarar eru Anna Lilja Karlsdóttir, Karen Sturlaugsson og Þórarna Salóme Brynjólfsdóttir.