Túba
Túba er stórt og dásamlegt hljóðfæri. Því getur verið æskilegt að nemendur hefji nám á annað minna og meðfærilegra málmblásturshljóðfæri en skipti síðar yfir á túbu þegar kennari telur henta. Þess má þó geta að á síðari árum hafa verið hannaðar minni túbur sérstaklega með unga nemendur í huga. Nám á túbu getur hafist þegar nemendur hafa líkamlega burði til að leika á hljóðfærið, oftast við 8 til 12 ára aldur.

Algengt er að tónlistarskólar og lúðrasveitir leigi eða láni nemendum túbur vegna þess hve dýrar þær eru. Æskilegt er að skólar eigi einnig hljóðfæri til afnota fyrir nemendur í kennslustundum og samleik enda getur ungu fólki reynst erfitt að ferðast með hljóðfæri af þessari stærð.
Túbur eru til í mörgum stærðum og gerðum og eru þær misdjúpar. Algengastar eru túbur í B eða Es en einnig má sjá Sousafóna, sem notaðir eru í skrúðgöngum.
Flestar túbur hafa þrjá ventla en hægt er að fá þær með fjórum, fimm og sex ventlum. Fleiri ventlar en þrír gera mögulegt að ná dýpri nótum og auka nákvæmni í inntónun.
Kennarai er Þórarna Salóme Brynjólfsdóttir.
Allir nemendur sem æfa á túbu spila í lúðrasveit skólans frá fyrsta námsári.