Þverflauta

Þverflauta er hljóðfæri sem tilheyrir tréblástursfjölskyldunni. Í þverflautufjölskyldunni höfum við allmargar gerðir en þær helstu eru piccoloflauta, altflauta, bassaflauta og sú sem við spilum á í skólanum en það er hin klassíska c-flauta. Í framhaldsnámi er æskilegt að nemandinn fái að kynnast piccoloflautunni enda er hún mikið notuð bæði í sinfóníuhljómsveitum og lúðrasveitum. Eins og nafnið ber að kynna þá er haldið á flautunni þvert á líkama flautuleikarans. Við erum með tvær tegundir af munnstykkjum, eitt beint og annað bogið en það bogna hentar vel fyrir minni nemendur og auðveldar þeim spilið en mikilvægt er að ná góðri líkamsstöðu sem allra fyrst. Nemendur geta hafið þverflautunám þegar byrjað er í 3. bekk eða seinna. Skólinn býður upp á hljóðfæraleigu fyrstu árin en ef haldið er áfram eftir grunnpróf þá er æskilegt að nemendur fjárfesti í eigin hljóðfæri. 

 Kennari er Ragnheiður Eir Magnúsdóttir 

Allir nemendur sem æfa á túbu spila í lúðrasveit skólans frá fyrsta námsári.