Fiðla

Fiðla er vinsælasta strokhljóðfærið og það minnsta í strengjafjölskyldunni. Nemendur fá hljóðfæri sem hentar þeirra stærð og er hægt að leigja þau frá skólanum. Námið er einstaklingsmiðað og því er hægt að hefja námið á hvaða aldri sem er. Algengast er þó að nemendur séu í 2. – 4. bekk þegar þeir hefja fiðlunám.

Allir nemendur sem æfa á fiðlu spila í strengjasveit frá öðru eða þriðja námsári.

litrík teiknimynd af stelpu að spila á fiðlu

Kennarar eru Sólrún Svava Kjartansdóttir og Þórunn Harðardóttir.