Selló

Selló er næst dýpsta strengjahljóðfærið og spilað er á það sitjandi. Nemendur fá hljóðfæri eftir stærð og er hægt að leigja þau frá skólanum. Námið er einstaklingsmiðað og því hægt að hefja námið á hvaða aldri sem er. Algengast er þó að nemendur séu í 2. – 4. bekk þegar þeir hefja nám á selló.

Allir nemendur sem æfa á selló spila í strengjasveit frá öðru eða þriðja námsári.

litrík teiknimynd af strák með rautt hár að spila á selló

Við Tónlistarskólann í Reykjanesbæ er einnig hægt að læra á selló eftir Suzuki-aðferðinni, nánari upplýsingar um þá námsleið má finna hér.

 

Kennari er Ólöf Sigursveinsdóttir.